Frelsi frá skorti grundvallarmannréttindi

Barack Obama, Bandaríkjaforseti.
Barack Obama, Bandaríkjaforseti. Reuters

„Í hagkerfi heimsins rísa og falla þjóðir í sameiningu. Markaðirnir eru hviklyndir. Of margt fólk er án vinnu. Of margir aðrir eiga í erfiðleikum við að láta enda ná saman,“ sagði Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, í ræðu sinni á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna rétt í þessu.

„Við verðum að grípa til skjótra og samhæfðra aðgerða enn á ný. Við stöndum með bandamönnum okkar í Evrópu þar sem þeir endurmóta stofnanir sínar og takast á við eigin fjárhagslegar áskoranir,“ sagði Obama.

Hann sagði að Bandaríkjamenn myndu vinna með nýmarkaðsríkjum sem hefðu náð sér fljótt á strik aftur eftir efnahagskreppuna og skírskotaði þar til ríkja á borð við Kína, Rússland, Indland og Brasilíu.

„Við verðum að starfa samkvæmt þeirri trú að frelsi frá skorti sé grundvallarmannréttindi,“ sagði Obama ennfremur samkvæmt fréttavef breska dagblaðsins Daily Telegraph.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert