Minkur með Norrænu til Færeyja

Minkur við veiðiá
Minkur við veiðiá mbl.is/Golli

Eft­ir að ferj­an Nor­ræna kom til Þórs­hafn­ar í Fær­eyj­um frá Dan­mörku á mánu­dag sást  mink­ur á hlaup­um á bryggj­unni og tókst ekki að hand­sama hann, að því er kem­ur  fram á frétta­vef Sosials­ins.

Í síðustu viku sást mink­ur um borð í Nor­rænu en talið er að hann hafi farið um borð í skipið í Hirts­hals í Dan­mörku. Tókst að elta mink­inn uppi og vinna á hon­um.

Lög­regla biður al­menn­ing að láta vita ef það sér til dýrs­ins. Ótt­ast er að minkur­inn kom­ist í fugla­björg eða hænsna­hús og valdi þar tjóni en Fær­eyj­ar hafa verið minka­laus­ar til þessa.

Hafa gildr­ur verið sett­ar upp á hafn­ar­svæðinu og víðar en minkur­inn hef­ur ekki náðst.

Sosial­ur­in hef­ur eft­ir Jens-Kj­eld Jen­sen, sem sagður er afar fróður um dýr, að það sé al­var­legt að mink­ur hafi sloppið inn í landið. Mink­ar séu verri rán­dýr en rott­ur því hann éti allt sem að kjafti kem­ur, geti synt lang­ar vega­lengd­ir og sé fljót­ur að laga sig að nýju um­hverfi.

„Það væri mik­il ógæfa, ef mink­ur kemst í lunda­varp og fari hann inn í hænsna­hús drep­ur hann öll hænsn­in þótt hann sé ekki svang­ur. Hann er „lyst­myrðari"," hef­ur blaðið eft­ir Jen­sen.  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka