Dómur yfir kennara styttur

Debra Lafave og lögfræðingur hennar á leið úr réttarsalnum árið …
Debra Lafave og lögfræðingur hennar á leið úr réttarsalnum árið 2005. AP

Dómari á Flórída stytti í dag skilorðsbundinn dóm yfir Debra Lafave, fyrrum kennara í Tampa, sem fyrir sex árum játaði að hafa haft kynmök við fjórtán ára gamlan nemanda sinn.

Í fyrstu var hún dæmd í stofu fangelsi en í júlí 2008 var dómurinn skilorðsbundinn og átti skilorðsbindingin að renna út 15. nóvember 2015, tíu árum eftir að hún gerði samkomulag við saksóknara að játaði samræðið.

Bæði systir fórnarlambsins og saksóknari reyndu að koma í veg fyrir að dómurinn yrði styttur án árangurs. Heldur saksóknari því fram að það hafi verið hluti af samkomulaginu árið 2005 að hún myndi ekki reyna að fá dóminn styttan, samkvæmt frétt CNN. 

Debra Lafave, sem var 24 ára þegar hún braut af sér, er 31 árs í dag og eignaðist nýverið tvíbura með unnusta sínum.

Drengurinn sagði við vitnaleiðslur árið 2005 að þau hafi einu sinni haft samræði í kennslustofu skólans, á heimili hennar og einu sinni í bíl sem 15 ára frændi hans ók á meðan samræðinu stóð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert