Gríska dagblaðið Ekathimerini segir frá því í dag að almenningssamgöngur liggi niðri í Grikklandi í dag og enga leigubíla sé heldur að fá vegna sólarhringsverkfalls sem stendur nú yfir í landinu.
Markmiðið með verkfallinu er að mótmæla auknum niðurskurði grískra stjórnvalda í tengslum við efnahagserfiðleikana í landinu.
Þá kemur fram á fréttavefnum Euobservar.com að tvö helstu verkalýðsfélög landsins hafi boðað til allsherjarverkfalla í sólarhring 5. og 19. október næstkomandi.