Troy Davis tekinn af lífi

Margir grétu utan við fangelsið í Georgíu þar sem Davis …
Margir grétu utan við fangelsið í Georgíu þar sem Davis var tekinn af lífi í nótt. Reuters

Troy Dav­is, sem var sak­fell­ur fyr­ir morð á lög­reglu­manni á frívakt, var tek­inn af lífi í fang­elsi í Jackson, Georgíu, í nótt. Hafði henni verið frestað í nokkr­ar stund­ir í gær­kvöldi eft­ir loka­tilraun lög­manna fyr­ir hæsta­rétti Banda­ríkj­anna til  að fá af­tök­unni af­stýrt.

Þegar hæstirétt­ur hafði kveðið upp sinn úr­sk­urð var dauðarefs­ing­unni fram­fylgt með því að eitri var sprautað í æð á Dav­is í fang­els­inu í Jackson í Georgíu­ríki. Hann var úr­sk­urðaður  lát­inn um 15 mín­út­um seinna, klukk­an 23:08 að staðar­tíma, klukk­an 3:08 að ís­lensk­um tíma í nótt.

Um 200 manns mót­mæltu af­tök­unni við fang­elsið, þeirra á meðal var mann­rétt­inda­frömuður­inn og prest­ur­inn Al Sharpt­on, og um það bil jafn­marg­ir héldu bæna­stund í kirkju skammt frá.

Dav­is var sak­felld­ur fyr­ir morð á lög­reglu­manni, Mark MacP­hail, á bíla­stæði við veit­ingastað. Morðvopnið fannst aldrei og ekki tókst að bendla Dav­is við morðið með líf­sýn­um.

Aðstandendur Davis og andstæðingar dauðarefsingar mótmæltu í gær við fangelsið …
Aðstand­end­ur Dav­is og and­stæðing­ar dauðarefs­ing­ar mót­mæltu í gær við fang­elsið sem hann var vistaður í. reu­ters
Troy Davis
Troy Dav­is
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert