Troy Davis tekinn af lífi

Margir grétu utan við fangelsið í Georgíu þar sem Davis …
Margir grétu utan við fangelsið í Georgíu þar sem Davis var tekinn af lífi í nótt. Reuters

Troy Davis, sem var sakfellur fyrir morð á lögreglumanni á frívakt, var tekinn af lífi í fangelsi í Jackson, Georgíu, í nótt. Hafði henni verið frestað í nokkrar stundir í gærkvöldi eftir lokatilraun lögmanna fyrir hæstarétti Bandaríkjanna til  að fá aftökunni afstýrt.

Þegar hæstiréttur hafði kveðið upp sinn úrskurð var dauðarefsingunni framfylgt með því að eitri var sprautað í æð á Davis í fangelsinu í Jackson í Georgíuríki. Hann var úrskurðaður  látinn um 15 mínútum seinna, klukkan 23:08 að staðartíma, klukkan 3:08 að íslenskum tíma í nótt.

Um 200 manns mótmæltu aftökunni við fangelsið, þeirra á meðal var mannréttindafrömuðurinn og presturinn Al Sharpton, og um það bil jafnmargir héldu bænastund í kirkju skammt frá.

Davis var sakfelldur fyrir morð á lögreglumanni, Mark MacPhail, á bílastæði við veitingastað. Morðvopnið fannst aldrei og ekki tókst að bendla Davis við morðið með lífsýnum.

Aðstandendur Davis og andstæðingar dauðarefsingar mótmæltu í gær við fangelsið …
Aðstandendur Davis og andstæðingar dauðarefsingar mótmæltu í gær við fangelsið sem hann var vistaður í. reuters
Troy Davis
Troy Davis
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka