Fögnuðu framboði Pútíns

Vladímír Pútín ávarpar flokksþingið í dag.
Vladímír Pútín ávarpar flokksþingið í dag. Reuters

Um 11 þúsund meðlimir í stjórnmálaflokknum Sameinað Rússland, sem er stjórnarflokkur landsins, fylgdust með í hinni risastóru Luzhniki íþróttahöll þegar forsetinn Dmitry Medvedev tilkynnti að hann ætlaði ekki að bjóða sig fram á ný til embættis heldur víkja fyrir Pútín. Tónlist var spiluð hátt undir mikilli ljósasýningu og áhorfendur hrópuðu og kölluðu af fögnuði.

Þetta yrði þriðja kjörtímabil Pútíns. Dagskráin í Luzhniki höllinni var þéttskipuð og milli þess sem Pútín og Medvedev héldu ræður stigu nokkrir af þekktustu ballettflokkum Rússlands á svið.

Auk þeirra tveggja stigu einnig þekktir rússneskir leikarar og íþróttamenn á svið og fluttu ræður um yfirburði landsins.

Pútín og Medvedev í hópi flokksfélaga í dag.
Pútín og Medvedev í hópi flokksfélaga í dag. RIA Novosti
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert