Lán Grikkja til nasista rifjað upp

Þýskur skriðdreki í Aþenu.
Þýskur skriðdreki í Aþenu.

Lán, sem þýsku nasistarnir neyddu Grikki til að veita þeim eftir að Þjóðverjar hernámu Grikkland og Júgóslavíu árið 1941, hefur nú verið rifjað upp í tengslum við skuldavanda Grikkja.

Eftir að þýski herinn hernam Grikkland þann 6. apríl 1941 neyddu nasistar Grikki til að veita þeim vaxtalaust lán að fjárhæð 476 milljónir þýskra marka. Peningarnir komu úr gríska seðlabankanum. 

Þýska blaðið Die Welt, sem fjallar um málið, segir að áætla megi að þessi fjárhæð svari til nærri 1700 milljarða króna ef ekki væru reiknaðir vextir en 11.300 milljarða ef reiknaðir væru 3% vextir í 66 ár.

Á svonefndri Parísarráðstefnu eftir síðari heimsstyrjöld var því lýst yfir að Grikkir ættu rétt á jafnvirði um 1200 milljarða króna bótum á núvirði.

Fram kemur að Grikkir hafi fengið ýmsar greiðslur og bætur, m.a. í formi véla og tæknibúnaðar, frá Þýskalandi en þær greiðslur séu langt frá fyrrgreindum upphæðum. Vandamálið sé, að ef fallist yrði á eihverjar þessara krafna gæti fjöldi annarra krafna fylgt í kjölfarið.

Vefur Die Welt

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert