Halda áfram

Hersveitir bráðabirgðastjórnarinnar í Líbíu héldu í morgun áfram árásum á Sirte en það er ein af fáum borgum, sem herflokkar Múammars Gaddafis, fyrrum einræðisherra, ráða enn.

Her bráðabirgðastjórnarinnar komst inn í borgina í gær og var um tíma 1 km frá miðborginni. Í nótt hefur herinn endurskipulagt sig og hélt árásum síðan áfram í morgun. Herflugvélar NATO gerðu í nótt árásir á skotmörk við Sirte.

Gaddafi fæddist í Sirte. Ekki er vitað hvort hann heldur sig í borginni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert