Handteknir á Wall Street

00:00
00:00

Um 80 manns voru hand­tekn­ir í New York í gær­kvöldi þegar hóp­ur fólks, sem hef­ur slegið upp tjöld­um ná­lægt kaup­höll­inni við Wall Street fór í mót­mæla­göngu um Man­hatt­an.

Hóp­ur fólks hef­ur hafst við á Wall Street á aðra viku. Mót­mæl­end­ur sögðu í gær, að þeir væru að mót­mæla björg­un banka og fjár­málakrepp­unni. Sum­ir voru einnig með skilti þar sem for­dæmt var að Troy Dav­is var tek­inn af lífi sl. miðviku­dag í Georgíu fyr­ir að myrða lög­reglu­mann árið 1989. 

Lög­regla reyndi að króa mót­mæl­end­urna af á Uni­on Square á Man­hatt­an með því að nota plast­net. Mót­mæl­end­urn­ir tóku mynd­ir af aðgerðum lög­reglu og hafa sum­ar þeirra mynda verið sett­ar á netið. Svo virðist sem piparúða hafi verið beitt á kon­ur, sem þegar var búið að loka inni. 

Lög­regla seg­ir, að flest­ir hafi verið hand­tekn­ir fyr­ir að trufla bílaum­ferð, óspekt­ir á al­manna­færi og að hlýða ekki fyr­ir­skip­un­um lög­reglu. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka