Handteknir á Wall Street

Um 80 manns voru handteknir í New York í gærkvöldi þegar hópur fólks, sem hefur slegið upp tjöldum nálægt kauphöllinni við Wall Street fór í mótmælagöngu um Manhattan.

Hópur fólks hefur hafst við á Wall Street á aðra viku. Mótmælendur sögðu í gær, að þeir væru að mótmæla björgun banka og fjármálakreppunni. Sumir voru einnig með skilti þar sem fordæmt var að Troy Davis var tekinn af lífi sl. miðvikudag í Georgíu fyrir að myrða lögreglumann árið 1989. 

Lögregla reyndi að króa mótmælendurna af á Union Square á Manhattan með því að nota plastnet. Mótmælendurnir tóku myndir af aðgerðum lögreglu og hafa sumar þeirra mynda verið settar á netið. Svo virðist sem piparúða hafi verið beitt á konur, sem þegar var búið að loka inni. 

Lögregla segir, að flestir hafi verið handteknir fyrir að trufla bílaumferð, óspektir á almannafæri og að hlýða ekki fyrirskipunum lögreglu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert