Abdullah, konungur Sádi-Arabíu, hefur tilkynnt að á næsta ári fái konur þar í landi kosningarétt og megi bjóða sig fram í héraðskosningum.
Konur munu því geta tekið þátt í kosningum sem fram fara í landinu eftir fjögur ár en konungurinn segir að múslímakonur eigi ekki að sniðganga sökum skoðanna sinna.
Næstkomandi fimmtudag bjóða meira en 5.000 karlmenn sig fram í héraðskosningum í Sádi-Arabíu. Er um að ræða aðrar slíkar kosningar í landinu en þær fyrstu voru haldnar árið 2005. Meira en 60 einstaklingar kröfðust þess í vor að atkvæðagreiðslan yrði sniðgengin þar sem bæjarráð hefðu ekki nægilegt vald til þess að framfylgja starfi sínu og konur væru undanskildar.
Baráttuhópar kvenna hafa lengi barist fyrir því að konur í landinu fengju kosningarétt. Einnig hafa þeir barist fyrir öðrum réttindum kvenna eins og því að þeim yrði frjálst að ferðast um án karlkyns samferðamanns.