Ráðist á hús CIA í Kabul

Afganskur lögreglumaður á verði við byggingu þar sem talibanar gerðu …
Afganskur lögreglumaður á verði við byggingu þar sem talibanar gerðu árás nýlega. Reuters

Árás var í kvöld gerð á byggingu, sem bandaríska leyniþjónustan CIA notar í Kabul, höfuðborg Afganistans. Engar upplýsingar hafa fengist um hvort einhverjir hafi látið lífið.

Skothríð heyrðist nálægt Ariana-hótelinu þar sem CIA er með höfuðstöðvar í borginni.

Bandarískur embættismaður staðfesti að árás hefði verið gerð á byggingu sem notuð væri í Afganistan en rannsókn á málinu stæði yfir.

Embættismenn í höfuðstöðvum fjölþjóðahersins í Afganistan, sem eru skammt frá, sögðust hafa heyrt skothríðina en hefðu ekki upplýsingar um málið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert