Stærsta víkingaskip í heimi

Víkingaskipið Íslendingur.
Víkingaskipið Íslendingur.

Stærsta víkingaskip heims, drekinn Haraldur hárfagri,  er nú í byggingu í Noregi í Vibrandsey sem er á Haugasundi í Noregi. Samkvæmt frétt Aftenposten mun þetta vera í fyrsta skipti í eitt þúsund ár sem svokallað leiðangursskip er smíðað í Noregi en slík skip, sem lýst sé í sögum,  hafi aldrei fundist.

Ásubergsskipið sem grafið var upp árið 1904 í Noregi er talið hafa vegið um 15 tonn fullhlaðið. Nýja skipið mun vega 70 tonn, vera um 35 metra langt og gert er ráð fyrir um eitt hundrað ræðurum. Ráðgert er að það fari í sína fyrstu siglingu árið 2013 en verði sjósett í júní án næsta ári.

Helsti óvissuþátturinn samkvæmt Aftenposten er hins vegar sá að enginn nútímamaður hefur siglt jafn stórri eftirmynd af víkingaskipi. Skipið er smíðað úr eik og við smíðina er stuðst við ýmsar heimildir að fornu og nýju auk reynslu af byggingu Vikingskipsins.

Verkefnið er sagt nema tugmilljónum norskra króna en norski kaupsýslu- og áhugamaðurinn Sigurður Aase er sagður leggja út fyrir því. Mikil ásókn er sögð hafa verið frá fjölmiðlum til að fá að mynda og sjá verkið en því ávallt verið hafnað. Bæði af öryggisástæðum og svo að smiðirnir fái að vinna í friði.

Sumir fornleifafræðingar vilja þó meina að ekki sé um alvöruvíkingaskip að ræða þar sem það byggist ekki á raunverulegu skipi.

Sjá má myndaseríu af byggingu skipsins og nánari umfjöllun á vef Aftenposten

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert