ESB herðir á viðskiptaþvingunum gagnvart Sýrlandi

Reuters

Evrópusambandið hefur lagt blátt bann við því að fyrirtæki í ríkjum þess semji við sýrlensk stjórnvöld um leit að olíu innan landamæra Sýrlands. Þá hefur sambandið einnig lagt bann við því að sýrlenska seðlabankanum sé afhentur erlendur gjaldeyrir. Fréttavefurinn Euobserver.com segir frá þessu.

Þá hefur ESB sett dómsmálaráðherra Sýrlands og upplýsingamálaráðherra landsins auk sex sýrlenskra fyrirtækja til viðbótar við þau sem fyrir voru, þar með talið Syriatel stærsta símafyrirtæki Sýrlands, á lista yfir þá aðila sem ekki má eiga í viðskiptum við.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert