Fylgi við Netanyahu eykst

Benjamin Netanyahu ávarpar allsherjarþing SÞ.
Benjamin Netanyahu ávarpar allsherjarþing SÞ.

Stuðningur við Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, hefur aukist eftir ræðu sem hann flutti á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í síðustu viku. Þetta sýnir ný könnun á fylgi flokka í Ísrael.

Fylgi við Likud-bandalagið, flokk Netanyahu, hefur dalað nokkuð á þessu ári í kjölfar mikilli mótmæla í Ísrael vegna óánægju með stöðu efnahagsmála. Samkvæmt nýjustu könnun fær flokkurinn hins vegar svipað fylgi og hann var með í síðustu kosningum.

Fylgi Verkamannaflokksins hefur hins vegar aukist og er flokkurinn nú annar stærsti flokkur landsins á eftir mið- og hægri flokknum Kadima. Ástæðan fyrir fylgisaukningunni er talin vera kjör nýs formanns Verkamannaflokksins, Shelly Yachimovich.

Samkvæmt könnuninni fá hægriflokkarnir 66 þingsæti ef kosningar færu fram nú en mið- og vinstriflokkar og flokkur Araba 55 þingsæti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert