Kúdrín fær frest til miðnættis

Vladimír Pútín, forsætisráðherra og Alexei Kúdrín
Vladimír Pútín, forsætisráðherra og Alexei Kúdrín Reuters

Forseti Rússlands, Dmitrí Medvedev, gaf fjármálaráðherra landsins, Alexei Kúdrín, frest til miðnættis til þess að ákveða framtíð sína eftir að Kúdrín gagnrýndi efnahagsstefnu stjórnvalda.

„Ef þú ert ekki sammála stefnu forsetans, sem er framkvæmd af ríkisstjórninni, þá hefur þú einungis einn hlut í stöðunni - að segja af þér," hafa rússneskar fréttastofur eftir Medvedev. Á hann að hafa bætt við er hann ræddi við Kúdrín: Þú verður að taka skjóta ákvörðun og svara mér í dag.

Alexei Kúdrín lýsti því yfir um helgina að hann myndi ekki gegna embættinu áfram ef Dmitrí Medvedev verður forsætisráðherra eftir forsetakosningar á næsta ári.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert