Ef Grikklandi yrði leyft að fara í greiðsluþrot myndi það gera að engu traust fjárfesta á evrusvæðinu og gæti breiðst út líkt og gerðist í kjölfar gjaldþrots bandaríska bankans Lehman Brothers haustið 2008. Þetta kom fram í máli Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, í sjónvarpsviðtali gær, að sögn Reuters-fréttaveitunnar.
Merkel sagði að ef Grikkland yrði látið fara í greiðsluþrot myndi það senda þau skilaboð til fjárfesta að fyrst það hafi verið gert gæti það einnig gerst á Spáni, Belgíu eða hvaða öðru ríki á evrusvæðinu. „Þá myndi ekki ein einasta manneskja fjárfesta innan Evrópusambandsins lengur.“