Kanada með besta orðsporið

Blíðviðri í Vancouver í Kanada.
Blíðviðri í Vancouver í Kanada. ANDY CLARK

Kanada hefur besta orðsporið af löndum heimsins. Þetta kemur fram í könnun sem birt var á vegum The Reputation Institute í dag og á að meta viðhorf almennings til fimmtíu landa víðs vegar um heiminn. Þar skipti mestu máli í hugum fólks hversu öruggt landið er talið en um 42.000 manns tóku þátt í könnuninni.

Mældir eru þættir á við traust, aðdáun og hlýju til fimmtíu landa auk viðhorfs til lífstíls, hversu mikið öryggi íbúarnir búi við og umhverfisvernd.

Svíþjóð kom næst á eftir Kanada, þá Ástralía, Sviss og Nýja-Sjáland. Þar skiptu þættir á við stöðugleika í stjórn, efnahagur, virkur lífsstíll og hlutlaust viðhorf til pólitískra deilumála á alþjóðavettvangi mestu.

Engum sögum fer af Íslandi í könnuninni. Í neðsta sæti þessara fimmtíu landa lentu Pakistan, Íran og Írak en Bandaríkin og Kína voru um eða fyrir neðan miðju.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert