Ekki sakfelld fyrir að myrða börnin sín

Hollenskur dómstóll sýknaði 42 ára gamla konu af ákæru um að hafa myrt þrjú barna sinna skömmu eftir fæðingu. Var konan sýknuð á grundvelli niðurstöðu sérfræðinga sem sögðu að ekki væri hægt að sanna að börnin hafi verið lifandi við fæðingu. Saksóknarar höfðu farið fram á að hún yrði dæmd í átta ára fangelsi.

Konan var ákærð fyrir að hafa myrt börnin og falið lík þeirra í plastpokum og í blómapotti í bakgarði heimilis síns í Geelen í suðurhluta Hollands.

Upp komst um málið er konan var lögð fárveik inn á sjúkrahús í júlí í fyrra. Við rannsókn komu í ljós fylgjuleifar í móðurlífi konunnar sem bentu til þess að hún hefði nýverið alið barn. Hún neitaði því hins vegar og var málið því rannsakað og fundust líkamsleifar barnanna í ágúst í fyrra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert