Fyrsta degi réttarhalda lokið

Fyrsta degi réttarhalda yfir Conrad Murray, lækni Michaels Jackson, sem ákærður er fyrir manndráp af gáleysi lauk er lokið. Tekist er á um hvort Murray hafi sýnt af sér stórfellda vanrækslu sem leitt hafi til dauða Jacksons.

Lögmaður Murray sagði í gær að Jackson hafi tekið inn tvær tegundir lyfja eftir að Murray yfirgaf herbergi hans. Annars vegar átta töflur af róandi lyfjum sem nægt hefðu til að svæfa sex einstaklinga. Hins vegar hafi hann tekið meira af sterku svæfingalyfi sem Murray hafi þegar gefið honum. "Hann dó svo snögglega, að hann hafði ekki tíma til að leggja aftur augun," sagði Ed Chernoff verjandi Murrays.

Conrad Murray hefur aldrei neitað fyrir að gefa Jackson svæfingalyfið en neitar fyrir að sá skammtur hafi dregið hann til dauða. Saksóknari í málinu er hins vegar á þeirri skoðun að eftir að Murray sprautaði Jackson með svæfingalyfinu hafi hann yfirgefið herbergið, og mátt vita í hverslags ástandi Jackson var. Með því að skilja Jackson eftir hafi hann sýnt af sér stórfellda vanrækslu og hafi því verið valdur að dauða Jacksons.

Murray á yfir höfði sér allt að 4 ára fangelsi, verði hann fundinn sekur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert