Leyfa byggingu 1100 íbúða í Jerúsalem

Byggja á 1100 ný heimili í Jerúsalem.
Byggja á 1100 ný heimili í Jerúsalem. Reuters

Stjórnvöld í Ísrael hafa tilkynnt að þau hafi leyft byggingu 1100 nýrra íbúða í austurhluta Jerúsalem. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur gagnrýnt þessa ákvörðun.

Nýbyggingar Ísraelsmanna á hernumdu svæðunum er eitt af ágreiningsmálum Ísraelsmanna og Palestínumanna. Þessar framkvæmdir eru ein af ástæðum þess að Palestínumenn hafa neitað að setjast aftur að samningaborði með Ísrael.

Saeb Erakat, samningamaður Palestínumanna, segist líta á tilkynningu Ísraelsmanna sem blauta tusku í andlit Kvartettsins svokallaða sem reynt hefur að koma af stað nýjum friðarviðræðum milli Ísraelsmanna og Palestínumanna.

Í yfirlýsingu frá utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna segir að ákvarðanir af þessu tagi séu ekki í takti við við tilraunir til að koma á beinum viðræðum deiluaðila.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert