Bandarískur maður hefur verið handtekinn grunaður um að hafa ætlað að nota fjarstýrða flugvél, hlaðna sprengjuefni, til að fljúga á varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna og inn yfir Washington.
Maðurinn er 26 ára gamall. Hann er grunaður um að hafa ætlað að fremja sprengjutilræði og að hafa reynt að koma sprengjuefni til al-Qaeda svo að samtökin gætu notað það gegn bandarískum hermönnum í Írak.
Í yfirlýsingu frá saksóknara segir að maðurinn hafi í langan tíma undirbúið tilræði gegn bandarískum borgurum. Maðurinn var handtekinn í Boston. Hann var handtekinn eftir að hann sótti sótti vopn þar sem þau voru í geymslu.