Al-Qaida skammar Ahmadinejad

Mahmoud Ahmadinejad forseti Írans í ræðustól í New York.
Mahmoud Ahmadinejad forseti Írans í ræðustól í New York. Reuters

Al-Qaida hryðjuverkasamtökin hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau segja að fullyrðingar Mahmoud Ahmadinejad, forseta Írans, um að ríkisstjórn Bandaríkjanna beri ábyrgð á hryðjuverkunum 11. september 2001 séu fáránlegar.

Ahmadinejad hefur oftar en einu sinni sagt opinberlega að Bandaríkjamenn sjálfir beri ábyrgð á árásinni á tvíburaturnana í New York í þeim tilgangi að geta skellt skuldina á Araba og hafið stríð gegn þeim. Hann hélt þessu síðast fram í ræðu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í síðustu viku.

Al-Qaida segir þessar fullyrðingar fáránlegar og séu í engu samræmi við staðreyndir málsins. Það hafi verið félagar í Al-Qaida sem stóðu fyrir árásunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert