Fólk sem flúði heimili sín vegna flóða í kjölfar fellibyljarins Nesat sem gekk yfir Filippseyjar í gær reynir nú að bjarga því sem bjargað verður. Átján eru taldir af eftir hamfarirnar og 35 manns er enn saknað. Óttast veðurfræðingar að annar stormur gæti myndast í Kyrrahafinu á næstunni og náð svipaðri stærðargráðu og Nesat.