Flugmaðurinn var fullur

Sex tíma seink­un varð á flug­vél nor­ræna flug­fé­lags­ins SAS á sunnu­dag vegna þess að ann­ar flugmaður­inn reynd­ist vera drukk­inn.

Norska blaðið VG skrif­ar á vef sín­um, að flug­stjóri vél­ar­inn­ar, sem átti að fljúga frá Lund­ún­um til Ósló­ar, hafi neitað að halda af stað fyrr en búið var að senda nýj­an flug­mann frá Nor­egi. 

Sam­kvæmt regl­um má flugmaður hjá SAS mest vera með 0,2 pró­mill af áfengi í blóði átta tím­um fyr­ir flug. Þetta þýðir að áfeng­isneysla er bönnuð sól­ar­hring fyr­ir brott­för.

Flug­mann­in­um, sem braut regl­urn­ar, hef­ur nú verið vikið tíma­bundið frá störf­um. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert