Sex tíma seinkun varð á flugvél norræna flugfélagsins SAS á sunnudag vegna þess að annar flugmaðurinn reyndist vera drukkinn.
Norska blaðið VG skrifar á vef sínum, að flugstjóri vélarinnar, sem átti að fljúga frá Lundúnum til Óslóar, hafi neitað að halda af stað fyrr en búið var að senda nýjan flugmann frá Noregi.
Samkvæmt reglum má flugmaður hjá SAS mest vera með 0,2 prómill af áfengi í blóði átta tímum fyrir flug. Þetta þýðir að áfengisneysla er bönnuð sólarhring fyrir brottför.
Flugmanninum, sem braut reglurnar, hefur nú verið vikið tímabundið frá störfum.