Krabbameinsútgjöld stjórnlaus?

Læknar að störfum, víða er kostnaður vegna nýrra lyfja orðinn …
Læknar að störfum, víða er kostnaður vegna nýrra lyfja orðinn geysimikill.

Fólk sem er með ólæknandi krabbamein fær allt of mikla meðhöndlun, verið er að gefa því falskar vonir og setja það á rándýr lyf sem ekki geta bjargað lífi þess, segir í skýrslu 37 alþjóðlega þekktra krabbameinssérfræðinga sem starfað hafa fyrir Lancet Oncology Commission.  

 Jyllandsposten í Danmörku segir frá málinu á vef sínum. Sérfræðingarnir segja að lyfin geti ekki bjargað lífi fólksins, aðeins lengt það um fáeinar vikur. Menn verði að fara að forgangsráða, kostnaðurinn sem fylgi því að treina lífið í dauðveiku fólki vaxi stöðugt og sé að verða óviðráðanlegur.

,,Sjúklingarnir fá ekkert nema aukaverkanir af meðhöndluninni, útgjöld samfélagsins vegna meðhöndlunar á krabbameini eru stjórnlaus og heilbrigðiskerfi vita ekkert hvernig þau eiga að fjármagna þessi mörgu og dýru lyf  í framtíðínni," segir í yfirlýsingu sérfræðinganna 37.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert