Líbíu hleypt inn úr kuldanum

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna þarf að taka afstöðu til ályktunar mannréttindaráðsins.
Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna þarf að taka afstöðu til ályktunar mannréttindaráðsins. SHANNON STAPLETON

Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í dag ályktun þess efnis að Líbíumönnum yrði hleypt aftur inn í ráðið. Fulltrúum Líbíu var vísað úr ráðinu í febrúar vegna grófra mannréttindabrota hersveita Múammars Gaddafis og uppreisnarmanna.

Í ályktuninni mælir mannréttindaráðið með því við allsherjarþing SÞ að Líbíumenn fái aftur aðild að ráðinu. Kemur þar fram fulltrúar ráðsins séu sáttir við þær skuldbindingar sem Líbíumenn hafa gengist undir um að stuðla að og tryggja mannréttindi, lýðræði og lög og reglu. Er það svo allsherjarþingsins að taka afstöðu til ályktunar ráðsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert