Merkel í þungu styrkleikaprófi

Merkel stendur frammi fyrir þungu styrkleikaprófi.
Merkel stendur frammi fyrir þungu styrkleikaprófi. reuters

Verulega reynir á styrk Angelu Merkel sem kanslara Þýskalands er þýska þingið tekur fyrir tillögu um heimildir björgunarsjóðs Evrópusambandsins (ESB) til að taka á skuldavanda Grikkja.

Frumvarpið kemur til afgreiðslu klukkan 11 að staðartíma, klukkan 9 fyrir hádegi að íslenskum tíma. Stjórnarflokkarnir hafa róið að því öllum árum síðustu daga að fylkja þingmönnum sínum að baki frumvarpinu en fjöldi þeirra hefur lýst sig andvígan.

Óttast þeir að það sé aðeins til að kasta fé á glæ að hjálpa Grikkjum út úr skuldakreppunni. Neiti meira en 19 þingmenn að styðja frumvarpið þarf Merkel að reiða sig á stuðningi stuðning þingmenn stjórnarandstöðunnar á þessu  þunga styrkleikaprófi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert