Flugmaðurinn setti vélina á hliðina

Japanska flugfélagið ANA hefur beðist afsökunar á því þegar mistök flugmanns urðu til þess að ein farþegavéla félagsins fór á hliðina og féll hratt áður en tókst að ná stjórn á henni á ný.

Atvikið átti sér stað þegar aðstoðarflugmanninum varð það á að ýta á vitlausan hnapp þegar hann ætlaði að hleypa flugstjóranum, sem hafði skroppið á salernið, aftur inn í flugstjórnarklefann.

Hnappurinn var hins vegar ekki til þess að opna dyrnar heldur hafði hann með stél vélarinnar að gera.

Afleiðingarnar voru þær að vélin snerist um 140 gráður og hrapaði um 1.900 metra í loftinu. Farþegar flugvélarinnar sluppu ómeiddir en tvær flugfreyjur slösuðust.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert