Dagurinn í dag er heitasti 1. október í Danmörku frá því mælingar hófust. Komst hitnn í 26,5°C í Store Jyndevad á suðurhluta Jótlands.
Þá má segja, að Hollendingar hafi verið í sólskinsskapi í dag en óvenju gott veður er nú í Hollandi miðað við árstíma.
Dagurinn í dag er heitasti 1. október í Hollandi frá því mælingar hófust. Mestur hiti mældist í veðurmælingarstöð við háskólann í Utrecht þar sem hitinn fór í 26°C.
Fyrra hitamet þessa dags var sett árið 1908 þegar hiti mældist 24,1°C þann 1. október. Heitasti októbermánuður til þessa í Hollandi var þó árið 1921 en þá mældist hitinn mest 26,7°C þann 10. október.
Svipaða sögu er að segja frá Englandi þar sem hiti fór mest í 29,9°C í Gravesend í Kent. Þar hefur hiti ekki mælst jafn mikill á þessum degi síðan árið 1985.