Fjölmenni var við jarðarför Troy Davis sem fór fram í Georgíufylki í Bandaríkjunum í dag. Davis var tekin af lífi í september eftir að hafa verið sakfelldur árið 1991 fyrir morð á lögreglumanni árið 1989.
Útförin var gerð frá Jonesville Baptist kirkjunni í borginni Savannah. Hundruðir andstæðinga dauðarefsinga voru viðstaddir en aftaka Davis hefur orðið táknræn í baráttunni gegn dauðarefsingum í Bandaríkjunum. Margir viðstaddra voru klæddir bláum bolum með áletruninni „Ég er Troy Davis“.
Troy Davis var 42 ára gamall blökkumaður. Hann var sakfelldur fyrir að drepa hvítan lögregluþjón sem var ekki á vakt. Davis hélt fram sakleysi sínu allt til dauðadags. Fáar aftökur í Bandaríkjunum hafa fengið jafn mikla athygli í seinni tíð og aftaka Davids. Sérstaklega hefur verið bent á galla við málsmeðferð þar sem mörg vitni höfðu dregið frásögn sína til baka.