26 ára skattamálaráðherra

Thor Möger Pedersen.
Thor Möger Pedersen.

Thor Möger Peder­sen, 26 ára, verður á morg­un yngsti ráðherra í sögu Dan­merk­ur þegar hann tek­ur við embætti skatta­málaráðherra í nýrri rík­is­stjórn Helle Thorn­ing-Schmidt, sem jafn­framt verður fyrsta kon­an sem gegn­ir embætti for­sæt­is­ráðherra Dana.

Peder­sen þykir mikið efni í dönsk­um stjórn­mál­um en hann er vara­formaður Sósíal­íska þjóðarflokks­ins og einn helsti hug­mynda­fræðing­ur flokks­ins. Er hann sagður hafa beitt sér fyr­ir því að flokk­ur­inn tók upp nána sam­vinnu við Jafnaðarmanna­flokk Thorn­ing-Schmidt.

Möger Peder­sen bauð sig í fyrsta skipti fram í þing­kosn­ing­um nú í sept­em­ber en náði ekki kjöri. Hann er í sam­búð með Nanna Wester­by, sem var þingmaður Sósíal­íska þjóðarflokks­ins þar til í sept­em­ber. Þau eiga sama dótt­ur­ina Bjørk.

Til þessa hef­ur eng­inn Dani orðið ráðherra yngri en Lotte Bunds­ga­ard var þegar hún varð hús­næðismálaráðherra, 27 ára göm­ul árið 2000 í rík­is­stjórn Pouls Nyrups Rasmus­sens.  Mar­gret­he Vesta­ger, nú­ver­andi leiðtogi De Radikale Ven­stre og vænt­an­leg­ur efna­hags- og inn­an­rík­is­ráðherra, var 29 ára göm­ul þegar hún varð mennta- og kirkju­málaráðherra árið 1998 í rík­is­stjórn Nyrups Rasmus­sens. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert