Danir leggja á fituskatt

Lög sem leggja skatt á feit matvæli hafa tekið gildi í Danmörku. Skatturinn leggst á feit matvæli eins og ost, smjör, sælgæti, pitsur og fleira.

Í frétt Reuters um málið segir að Danmörk sé fyrsta landið í heiminum til að stíga þetta skref. Markmið skattsins sé m.a. að draga úr offitu meðal þjóðarinnar. Neytendur sem Reuters ræddi við sögðust ekki vera andsnúnir skattinum. Einn viðmælandi sagði að þetta væru skilaboð til þeirra sem ekki hugsa um mataræðið. Eins kosti þeir sem eru feitir og reykja og drekka heilbrigðiskerfið hærri upphæðir en þeir sem lifa heilbrigðara lífi.

Talið er að þessi nýja skattheimta kosti meðalheimili í Danmörku yfir 20 þúsund krónur á ári.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert