Gætu fallið í óvinahendur

Fjöldi hættulegra vopna hefur tínst í átökunum í Líbíu á …
Fjöldi hættulegra vopna hefur tínst í átökunum í Líbíu á undanförnum mánuðum. Reuters

Ekki færri en 10 þúsund flugskeyti hafa tínst í Líbíu á undanförnum mánuðum. Þýska blaðið Der Spiegel hefur eftir hátt settum yfirmanni Nato að óttast sé að flugskeytin kunni að fara til hryðjuverkasamtakanna Al-Kaída.

Í frétt Der Spiegel segir að Giampaolo Paola, aðmíráll, sem er yfirmaður herráðs Nato hafi fundað leynilega með þýskum þingmönnum til að kynna þeim stöðuna.

Vopnin sem um ræðir kunni að lenda í óvinahöndum allt frá Kenía til Kunduz í Afganistan. Paola segir óvissuna um hvar flugskeytin séu niður komin skapa hættu fyrir farþegaflug í Norður-Afríku.

Meðal tíndra flugskeyta eru 5000 SAM-7 eldflaugar sem eru sérhannaðar til að granda flugvélum.

Bandaríski herinn hefur unnið náið með nýjum valdhöfum í Líbíu til að tryggja örugga geymslu vopna. Þá hefur bandaríska utanríkisráðuneytið tryggt Líbíustjórn þrjár milljónir bandaríkjadala til að eyða hættulegum vopnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert