Obama fékk iPad að gjöf

Barack Obama.
Barack Obama. Reuters

Barack Obama, Bandaríkjaforseti, sagðist í viðtali við bandarísku sjónvarpsstöðina ABC hafa fengið iPad spjaldtölvu að gjöf frá Steve Jobs, þáverandi forstjóra Apple, áður en tölvan fór á markað.

„Steve Jobs gaf mér hana raunar nokkuð snemma," sagði hann. „Það var svalt."

Hann sagðist aðallega skoða bloggfærslur og dagblöð á vefnum.

„Ég er talsvert vel tengdur. Ég les orðið mörg blöð á netinu, sem ég las áður í pappírsformi."

Obama sagðist hins vegar ekki skrifa athugasemdir á netið. „Ég hugsa, að ef ég myndi byrja á því gæti ég ekki hætt og ég hef annað við tímann að gera."

Í viðtalinu sagðist Obama ekki um þessar mundir vera sigurstranglegastur í forsetakosningunum á næsta ári. Hann léti sér það hinsvegar í léttu rúmi liggja enda væri hann vanur því.

Hann sagði að næstu forsetakosningar mundu snúast um það hver almenningur teldi að deildi sýn hans á framtíðina og að kjósendur styddu áfram stefnu hans þótt honum hefði gengið illa að koma málum sínum gegnum Bandríkjaþing. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert