Hafa barist í 10 ár í Afganistan

Á föstudaginn verða liðin 10 ár frá því að stríðið í Afganistan hófst, en þetta stríð er orðið það lengsta í sögu Bandaríkjanna.

Stríð hófst í kjölfar árása hryðjuverkamanna í Al Qaeda-samtökunum á Bandaríkin þar sem um 3000 manns létu lífið 11. september 2001. Al Qaeda hafði komið sér fyrir í Afganistan en samtökin störfuðu þar í samstarfi við Talibana sem fóru með stjórn landsins. 7. október réðist bandarískir og breskir hermenn inn í Afganistan og hröktu stjórn Talibana frá völdum. Í kjölfarið hófst skæruhernaður sem stendur enn. Meira en 1.800 bandarískir hermenn hafa fallið í stríðinu og mannfall heimamanna er gríðarlegt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka