Mega kaupa ódýrari áskrift að enska boltanum

Enska úrvalsdeildinni nýtur mikilla vinsælda.
Enska úrvalsdeildinni nýtur mikilla vinsælda. Reuters

Evr­ópu­dóm­stóll­inn hef­ur úr­sk­urðað að það sé ekki ólög­legt fyr­ir ein­stak­linga í Bretlandi að kaupa áskrift að er­lend­um sjón­varps­stöðvum til að horfa á út­send­ing­ar frá ensku úr­vals­deild­inni í knatt­spyrnu.

Þetta er áfanga­sig­ur fyr­ir breska veit­inga­konu sem krafðist þess að fá að sýna frá leikj­um í ensku úr­vals­deild­inni með því að nota sjón­varp­s­kort frá er­lendri sjón­varps­stöð.

Kar­en Murp­hy var gert að greiða 8.000 pund (um eina og hálfa millj­ón kr.) í sekt fyr­ir að nota ódýr­ari grísk­an sjón­varps­mót­tak­ara á kránni sem hún rek­ur í Ports­mouth. Hún var sökuð um að hafa brotið regl­ur um sýn­ing­ar­rétt. Hún fór í fram­hald­inu með málið fyr­ir Evr­ópu­dóm­stól­inn.

Talið er að úr­sk­urður­inn muni mögu­lega leiða til þess að knatt­spyrnu­unn­end­ur geti horft á leiki í deild­inni á lækkuðu verði.

Dóm­stól­inn seg­ir að stjórn­end­ur ensku úr­vals­deild­ar­inn­ar geti ekki bannað fólki að leita að betri áskrift­ar­kjör­um hjá er­lend­um sjón­varps­stöðvum en BSkyB bjóði í Bretlandi, en fyr­ir­tækið greiddi rúm­an einn millj­arð punda fyr­ir sjón­varps­rétt­ind­in að ensku úr­vals­deild­inni. Þetta kem­ur fram á vef Guar­di­an.

Þar seg­ir að Evr­ópu­dóm­stóll­inn segi að bann við inn­flutn­ingi, sölu eða notk­un á er­lend­um sjón­varps­mót­tök­ur­um sé þvert á frelsi manna til út­vega og sækj­ast eft­ir þjón­ustu.

Frétt­in á vef Guar­di­an.

Frétt­in á vef BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert