Ósátt við afstöðu Kínverja og Rússa

Öryggisráð SÞ
Öryggisráð SÞ Reuters

Vesturveldin harma þá ákvörðun Kínverja og Rússa að beita neitunarvaldi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna varðandi samþykkt um að fordæma aðgerðir stjórnvalda í Sýrlandi gagnvart mótmælendum.

Á vef BBC kemur fram að Frakkar hafi sagt að þetta væri sorgardagur fyrir Sýrlendinga á meðan sendiherra Bandaríkjanna í öryggisráðinu lýsti yfir reiði sinni. Með samþykktinni átti að miðla málum svo komist yrði hjá því að neitunarvaldi yrði beitt í ráðinu líkt og fastlega var gert ráð fyrir að gert yrði ef greidd yrðu atkvæði um refsiaðgerðir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert