Reiðubúin að endurfjármagna banka

Angela Merkel, kanslari Þýskalands.
Angela Merkel, kanslari Þýskalands. Reuters

Þýsk stjórnvöld eru reiðubúin að endurfjármagna þarlenda banka og eru ennfremur tilbúin til viðræðna áætlun á vettvangi Evrópusambandsins til þess að koma fjármálageira sambandsins fyrir horn strax á næstu vikum. Þetta kom fram hjá henni á fundi með blaðamönnum eftir fund með José Manuel Barroso, forseta framkvæmdastjórnar ESB, í Brussel í dag.

Aðspurð sagðist Merkel ekki reiðubúin að styðja einhverja eina ákveðna áætlun í þessum efnum heldur væri það verkefni sérfræðinga að setja slíka áætlun saman. Hins vegar væri ljóst að leiðtogar ríkja sambandsins yrðu að samræma aðgerðir sínar.

„Ég held að það sé rétt að nálgast þetta allt sameiginlega. Þýskaland er reiðubúið að grípa til endurfjármögnunar. Við þurfum áætlun. Við erum að renna út á tíma og ég tel að við þurfum að taka ákvörðun fljótt,“ sagði Merkel.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert