Bretland kann að standa frammi fyrir „alvarlegustu efnahagskrísu frá upphafi“ að mati bankastjóra breska seðlabankans, Mervyns King. Þetta kom fram í viðtali sjónvarpsstöðvarinnar Sky við hann í dag.
King sagði að efnahagslífi Bretlands og heimsins hefði verið snúið á haus einungis á undanförnum þremur mánuðum og bætti við: „Heimurinn hefur breyst.“
Hann sagði að staðan gæti jafnvel verið verri en í kreppunni miklu á fjórða áratug síðustu aldar. Mikilvægt væri að teknar væru réttar ákvarðanir sem i tilfelli Bretlands væri að dæla meiri peningum í umferð.