Máttu ekki trufla kynlíf

Fagnaklefi. Úr myndasafni.
Fagnaklefi. Úr myndasafni. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Umboðsmaður sænska þingsins hefur úrskurðað að fangavörðum í Västervik Norra-fangelsinu í austurhluta Svíþjóðar hafi ekki verið heimilt að trufla kynlíf fanga og unnustu hans. Fréttavefurinn Thelocal.se segir frá þessu í dag.

Atvikið átti sér stað í september 2010 en unnustan hafði heimsótt fangann ásamt fimm mánaða gamalli dóttur þeirra. Þegar fólkið hafði leikið við dóttur sína, gefið henni að borða og svæft hana í vagni hófu þau að stunda kynlíf á rúminu í fangaklefanum.

Skömmu síðar var barið að dyrum og tveir karlkyns fangverðir komu inn í klefann. Þeir fóru afsíðis með fangann eftir að hann hafði klætt sig og tilkynntu honum að það væri ekki leyfilegt að stunda kynlíf að viðstöddu barninu.

Konan kærði málið til umboðsmannsins á þeim forsendum einkum að framkoma fagnavarðanna hafi ekki verið við hæfi og komst hann sem fyrr segir að þeirri niðurstöðu að þeim hafi ekki verið heimilt að trufla kynlíf fólksins á þeirri forsendu að barnið hefði verið í fangaklefanum á sama tíma.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert