Mótmælahundurinn Pylsa

00:00
00:00

Flæk­ings­hund­ur, sem geng­ur und­ir nafn­inu Pylsa, er orðinn einskon­ar þjóðhetja í Grikklandi en hann hef­ur tekið virk­an þátt í mót­mælaaðgerðum í miðborg Aþenu gegn niður­skurðaráform­um stjórn­valda.

Mynd­ir hafa birst af hund­in­um þar sem hann vík­ur sér und­an grjót­hnull­ung­um og tára­gassprengj­um og gelt­ir reiðilega að lög­regl­unni.

Svo virðist sem alltaf þegar dreg­ur til tíðinda í miðborg­inni mæti Pylsa á svæðið og taki sér  stöðu með mót­mæl­end­um. 

Flæk­ings­hund­ar í Aþenu eru ekki lík­ir flæk­ings­hund­um í öðrum stór­borg­um. Sum­ir eru með háls­band og merki og í stað þess að smala þeim sam­an og af­lífa þá gefa borg­ar­yf­ir­völd um 2000 slík­um sepp­um reglu­lega að éta. Þeir eru vanaðir, bólu­sett­ir og ör­merkt­ir og þeim er síðan sleppt aft­ur út á göt­urn­ar.  

Um tíma var umræða um að borg­ar­yf­ir­völd hefðu ekki efni á því að dekstra svona við flæk­ings­hund­ana og raun­ar varð hlé á þessu um tíma en nú er byrjað að gefa hund­un­um aft­ur og emb­ætt­is­menn segja, að Pylsa sé „frels­is­tákn."  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert