Vill að Obama standi við loforðin

Jimmy Carter, fyrrum forseti Bandaríkjanna.
Jimmy Carter, fyrrum forseti Bandaríkjanna. Reuters

Barack Obama, Bandaríkjaforseti, þarf að standa við þau loforð sem urðu til þess að hann fékk friðarverðlaun Nóbels árið 2009. Þetta sagði forveri hans á stóli forseta, Jimmy Carter, í dag, samkvæmt Reuters-fréttaveitunni.

Hann sagðist vona að Obama myndi standa við loforð sín um að efla mannréttindi í heiminum, frið í Miðausturlöndum og í tengslum við fleiri mál.

„Þau [verðlaunin] voru aðallega veitt vegna ákveðinna skuldbindinga sem hann tók á sig munnlega, ræðna hans og svo framvegis þar sem hann talaði um að taka við leiðtogahlutverki og takast á við hnattræna hlýnun og innflytjendavandamál, stuðla að mannréttindum og efla frið í Miðausturlöndum,“ sagði Carter.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka