Friðarverðlaun Nóbels veitt í dag

Fimm manna nefnd friðarverðlauna Nóbels situr í Ósló.
Fimm manna nefnd friðarverðlauna Nóbels situr í Ósló. mbl.is/Golli

Tilkynnt verður um hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels klukkan níu í dag. Margir hafa talið að verðlaunin í ár færu til aðgerðarsinna sem áttu þátt í arabíska vorinu. Norsk sjónvarpsstöð hélt því hins vegar fram seint í gær að hún hefði heimildir fyrir því að Ellen Johnson Sirleaf, forseti Líberíu, fengi þau í ár.

Þorbjörn Jagland, formaður Nóbelsnefndarinnar, hefur aðeins viljað segja að vel verði tekið á móti verðlaunahafanum í ár um allan heim. Ákvörðunin í ár myndi ekki vekja eins hörð viðbrögð í neinu landi og þegar kínverski aðgerðarsinninn Liu Xiaobo varð fyrir valinu í fyrra við mikla reiði kínverskra stjórnvalda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert