Færeyski minkurinn skotinn

Minkar í búri.
Minkar í búri.

Minkur, sem talið er að hafi komið með ferjunni Norrænu frá Hirsthals til Þórshafnar í Færeyjum um miðjan september, náðist á bryggjunni í Þórshöfn í síðustu viku.

Að sögn færeyskra fjölmiðla sá áhöfnin á ferjunni Smyrli til dýrsins á bryggjunni og fylgdist með honum meðan beðið var eftir Sigurð Hansen, meindýraeyði. Sigurð skaut síðan minkinn.

Óttast var að minkurinn kynni að valda skaða á fuglalífi í Færeyjum en ekki er vitað til þess að hann hafi komist í hænsnahús eða fuglabjörg.  Færeyjar hafa verið minkalausar til þessa.

Annar minkur sást um borð í Norrænu í byrjun september en áhöfn skipsins tókst að elta hann uppi og vinna á honum.    

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert