Kúbverskur kynlífsfræðingur, sem nýtur mikillar virðingar í heimalandi sínu, ræður ungum Kúbverjum frá því að láta lengja lim sinn í augnabliksæði, en slíkar aðgerðir eru innifaldar í sjúkratryggingum þarlendra.
„Limlengd ræður ekki úrslitaatriðum um bólfimi,“ segir kynlífsfræðingurinn, Ramiro Fragas, sem starfar hjá heilbrigðisráðuneyti Kúbu.
Mikil aukning hefur verið í slíkum aðgerðum á Kúbu. Fragas segir þær með öllu óþarfar. Hann segir meðallengd kúbverskra getnaðarlima vera á bilinu 11 - 15 sentímetrar og það sé í samræmi við alþjóðlegar mælingar.
Hann bendir á að ávinningurinn af limlengdaraðgerðum sé yfirleitt takmarkaður. „Í mesta lagi einn til tveir sentímetrar,“ segir hann.