Þingmenn fá iPad

Nokkrir hollenskir þingmenn með iPad spjaldtölvurnar sínar.
Nokkrir hollenskir þingmenn með iPad spjaldtölvurnar sínar. Reuters

Hollenskir þingmenn hafa nú allir fengið iPad til afnota í störfum sínum, en þegar þeir komu úr sumarleyfi fyrir tveimur vikum síðan var þeim sagt að þeir hefðu eina viku til að venja sig af því að vinna með útprentuð skjöl. Að þeim tíma liðnum yrðu þeir að hætta að prenta út og nota iPad í staðinn.

Sérstök viðbót eða app var hannað til að auðvelda þingmönnunum störf sín. Hollenska þingið er fyrsta þing Evrópu sem tekur upp þessa starfshætti og samkvæmt fréttavef Reuters láta þingmennirnir vel af þessari nýbreytni.

„Við fengum þykka blaðabunka afhenta oft í hverri viku, “segir einn þingmannanna, Geert Jan Hamilton. „En nú fáum við öll skjölin send í tölvuna.“

Þrátt fyrir að iPad tölvurnar hafi kostað skildinginn, þá sparar þingið engu að síður háar fjárhæðir í pappírskostnaði og ýmsu öðru sem varðaði pappírsnotkun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka