Neyðarfundur um átökin í Kaíró

Ríkisstjórn Egyptalands kemur saman í dag til neyðarfundar til að fjalla um átök sem urðu í Kaíró í gær, en í þeim féllu 24 og yfir 200 særðust.

Forsætisráðherra Egyptalands, Essam Sharaf, hefur hvatt bæði múslima og kristna til að sýna stillingu.

Flestir þeirra sem létust tilheyra stærstu kirkjudeild kristinna manna í Egyptalandi, Coptic. Ráðist hefur verið á kirkjur safnaðarins og brugðust meðlimir hennar við til varnar í gær sem leiddi til blóðugra átaka milli kristinna og múslima.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert