Ætluðu að ráða sendiherra af dögum

Eric Holder
Eric Holder Reuters

Tveir karlmenn eru sakaðir um að hafa ætlað að ráða sendiherra Sádi-Arabíu í Bandaríkjunum af dögum. Hafa þeir verið ákærðir fyrir samsæri, að sögn dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, Eric Holder.

Mennirnir, sem eru báðir ættaðir frá Íran, störfuðu fyrir Quds, sem er hluti af Byltingarvörðum Írans. Að sögn Holder stóðu yfirvöld í Íran á bak við ráðabruggið og fjármögnuðu það. 

Annar mannanna, Manssor Arbabsiar, 56 ára, er með tvöfalt ríkisfang, en hann er fæddur í Bandaríkjunum. Hinn maðurinn, Gholam Shakuri, er liðsmaður í Quds-sérsveitinni. Hann gengur enn laus en Arbasiar var handtekinn hinn 29. september sl. á John F. Kennedy-flugvellinum í New York. Að sögn  lögmanns hans mun hann neita sök ef hann verður ákærður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka