Ópíumframleiðsla í Afganistan hefur aukist um 61% í ár miðað við árið 2010, að sögn Sameinuðu þjóðanna. Aukninguna má rekja til hækkandi ópíumverðs, sem hefur fengið bændur til að margfalda ræktun sína á ólöglegum valmúa um 7% á árinu.
Afganistan framleiðir um 90% af öllu ópíumi heimsins og í ár nemur framleiðslan um 5.800 tonnum. Ópíum er uppistöðuefnið í heróíni og sérfræðingar telja að sölutekjurnar af fíkniefninu hafi m.a. fjármagnað uppreisn Talíbana í landinu.
Tæplega 80% af ópíuminu er ræktað í suðurhéruðum Afganistan, þ.á.m. Helmand og Kandahar, sem eru þau óstöðugustu í landinu. Framleiðsluaukningin er talin vera Nató áhyggjuefni, þar sem hún muni ekki hjálpa við að ná stöðugleika í landinu.
Þurrkað ópíum er um 43% dýrara í ár en það var í fyrra.