Pólitískur vilji er fyrir því í á meðal leiðtoga evru-ríkjanna að berjast við skuldakreppuna, segir Angela Merkel, kanslari Þýskalands, en hún er stödd í Víetnam.
Merkel átti fund með forseta Frakklands, Nicolas Sarkozy á sunnudag og eru þau sammála um að endurfjármagna eigi banka sem lent hafa í vanda. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hefur hvatt leiðtoga evru-ríkjanna að grípa strax til aðgerða til þess að koma í veg fyrir að skuldakreppan breiðist út.